Um Holtsel

Bóndabær

kyrHoltsel er upphaflega svokölluð hjáleiga frá Grund og er fyrst og fremst  kúabú.

Framleiðslurétturinn er um 290.000 lítrar á ári.  Fjósið var byggt 1975.   Það var endurbyggt 2006 og breytt í lausgöngufjós.
Í því eru 64 básar fyrir mjólkurkýr og að auki legubásar fyrir öll geldneyti og herbergi fyrir yngstu kálfana þannig að það rúmar um það bil 120 gripi.

Í fjósinu er mjaltaþjónn. Mjólkurfóðrun kálfanna fer fram með tölvustýrðri kálfafóstru. Meðalafurðir kúnna eru  5999 lítrar á ári og kýrnar eru að jafnaði um 60. Mjaltir fara fram alla daga ársins.

Kýrnar koma sjálfar inn í mjaltaþjóninn þar fá þær kjarnfóður, mismikið eftir afurðum. Síðan er júgrið þvegið vel. Þá er tekið sýni  úr hverjum spena. Síðan er mjaltavélin sett á spenana og mjólkin streymir í stóran glerkút. Að mjöltum loknum er mjólkinni dælt í tankinn í gegnum vatnskæli sem kælir mjólkina strax niður í ca. 8°. Þar tekur rafmagnskælipressa við og kælir mjólkin í 2°. Mjólkurbílinn sækir mjólkina þrisvar í viku.

Á sumrin er kúm og kálfum beytt bæði á gras og grænfóður. Einnig hafa kýrnar aðgang að heilfóðri allt sumarið.

“Í Holtseli hefur verið sýnt fram á að hægt er að reka  hefðbundinn landbúnað á snyrtilegan og jákvæðan hátt bæði gagnvart neytandanum, náttúrunni og dýrunum og að hægt er að vinna eftirsótta hágæða vöru úr íslensku hráefni og skapa ný störf á atvinnusvæði sem eins og önnur hefur þörf fyrir nýsköpun,” sagði  Steingrímur J. Sigfússon  landbúnaðarráðherra þegar hann afhenti ábúendum Landbúnaðarverðlaunin 2009.

Ísgerð

isFramleiðsla á ís hófst 23 apríl 2006 og eru ábúendur í Holtseli fyrstir íslenskra bænda til að framleiða mjólkur- og rjómaís úr eigin mjólk, jógúrt- og skyrís úr jógúrt og skyri sem framleitt er á staðnum og bragðbætt með ferskum ávöxtum og berjum og ávaxtaís eða sorbet sem er ís ekki unnin úr neinum mjólkurafurðum og hentar einnig fyrir þá sem eru með eggjaóþol.

Ísinn er framleiddur án þess að notuð séu tilbúinn hjálparaefni. Öll bragðefnin eru náttúrleg eftir því sem hægt er. Eggjarauður eru notaðar í staðin fyrir hefðbundin hjálparaefni til ísgerðar og engin rotvarnarefni eru sett í ísinn. Þessi framleiðsla er gerð í samvinnu við félag sem heitir ''Farmhouse Ice cream''. Frá þeim koma bragðefni, sykurblöndur og umbúðir. Þessi samtök selja bændum í Evrópu þjónustu sína bæði með vélar fyrir ísgerðina svo og allt annað sem til þarf. Allt frá þróun nýrra uppskrifta til markaðsaðstoðar, bara eftir því sem hver þarf á að halda.

Í hefðbundnum ís eru til yfir 300 uppskriftir og það bætist við ein við á mánuði.
Í sorbe eru í boði yfir 100 bragðtegundir. En ekki er nema takmarkað á boðstólum í einu.

Ísinn er framleiddur undir vörumerkinu Holtsels-Hnoss™, en Hnoss var dóttir ástargyðjunnar Freyju og Óðs. Hún var gersemi og eftir henni kallað það sem dýrmætt var.

2007 var opnuð lítil verslun og kaffihús þar sem á sumrin er í boði kaffi, og ís, og nú síðan árið 2012 er aðal áherslan á verslun með vörur framleiðenda í samtökunum Beint frá býli. Um er að ræða matvöru sem og handverk. Ísinn er hægt að fá í neytendaumbúðum allt frá 100 ml upp í 5 lítra. Á boðstólum eru yfirleitt um 15 – 25 ólíkar bragðtegundir sumar mjög framandi. T. d.  hefur verið gerður hundasúruís, hvítlauksís og fáfnisgrassís svo eitthvað sé nefnt.  Ísinn er framleiddur á bænum og er eingöngu notað eigin mjólk og rjómi. Mjólkin er skilin beint úr kúnum, undanrennan nýtt í jógúrt og skyrgerð og rjóminn er notaður í ísgerðina án frekari meðhöndlunar þ.e. hann er ekki fitusprengdur.