Jólaopnun

Dagana 10-13 desember verður jólamarkaðsstemming í Holtseli. Við fáum nokkra gesti til liðs við okkur með sínar vörur svo ýmislegt verður á boðstólum.

Söngkonurnar Edda Borg, Rannveig Júlía og Brynja ætla að vera með okkur milli kl 19 og 21 á fimmtudeginum og 14-16 á sunnudeginum og halda uppi kósý stemmingu.

Seinni partinn á laugardeginum verðum við með kósý útistemmingu (ef veður leyfir) með rjúkandi heitum jólaglögg og nýristuðum jólamöndlum.

Að sjálfsögðu verður nóg til af ís, og ætlum við að leggja sérstaka áherslu á að framleiða "sérstakari" tegundir fyrir þennan viðburð, en þar verður að sjálfsögðu jólaísinn okkar (karamelluís með makkarónum, Amaretto og karamelluhúðuðum möndlum) í fararbroddi ásamt ýmsu öðru góðgæti eins og romm og rúsínu, toffee með karamellubitum, Baileys, White Russian, piparmyntu með súkkulaðibitum, Viskí ís með appelsínumarmelaði, bananaís með Baileys og kanil og kókos með súkkulaðibitum. Við eigum einnig nóg til af nautakjöti, hakki, steikum og hamborgurum, egg fyrir jólabaksturinn og svo erum við búin að fylla á lagerinn okkar af Sælusápum, bæði þessar gömlu góðu, sem og nokkar sem við höfum ekki haft áður, og svo jólaspápan og ilmkerti.
Við verðum með hangikjöt (pylsur,læri, tvíreykt), sperðla og reyktan silungur frá Reykkkofanum, Hellu, Mývatnssveit, kartöflukonfekt frá Hólabrekku við Hornafjörð, skyrkonfekt og fetaost frá Rjómabúinu Erpsstöðum og ýmislegt fleira góðgæti.

Þeir sem ætla að vera með okkur, annað hvort hluta af tímanum, eða allan tíman eru: Dyngjan listhús með handverk, Arcticus Sea Products með gómsæta harðfiskinn sinn, Rúnalist Handverk með handverk, geita og lambakjöt úr Skagafirði, Hólmfríður Ófeigsdóttir með prjónles. Meðal annars prjónuð sjöl, handstúkur, trefla og fleira úr hreindýraleðri. Pálína frá Gili í Skagafirði verður með heimabakstur og prjónavörur og svo Geitfjársetur Háafelli með allkyns geitaafurðir, sápur, pylsur, og ýmislegt fleira.

Opnunartími verður: 
fimmtudag og föstudag kl 13-21
laugardag og sunnudag kl 10-22

Hvetjum ykkur til að fylgjast með Facebook viðburðinum okkar sem við uppfærum jafnóðum með frekari upplýsingum!

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!