Opnunartími

Kæru viðskiptavinir
Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun í ljósi aðstæðna að loka hjá okkur frá og með 1 ágúst.
Þetta sumar hefur farið fram úr öllum okkar björtustu vonum og þökkum við ykkur öllum sem hafið lagt leið ykkar til okkar kærlega fyrir komuna!
Áfram munum við þó bjóða allar þær vörur sem við höfum til sölu, frí afhending verður innan Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, og einnig verður hægt að fá sent eða sækja vörur til okkar eftir samkomulagi og auglýstar verða ferðir til Reykjavíkur þegar þær eru.
Við minnum svo á sölustaði fyrir ísinn okkar, en hann er fáanlegur í Nettó Glerártorgi, Nettó Mjódd, Melabúðinni og Fisk Kompaní Naustahverfi.
Þökkum skilninginn,
Eigendur og starfsfólk Holtsels

opnunartími